• 00:10:07Fugl dagsins
  • 00:21:41Unnur og Friðrik - ferðasaga - pizzur til Kína

Sumarmál

Unnur, Friðrik og íslenskar pizzur í Kína og fugl dagsins

Ferðasagan þennan föstudaginn var áhugaverð, við sem sagt vorum í sambandi við Friðrik Bjart Magnússon og Unni Örnu Borgþórsdóttur þar sem þau voru í hljóðveri RÚV á Egilsstöðum, en þau eru nýkomin frá Kína þar sem þau voru opna pizzastað í kínverskri strandborg. Í mars síðastliðnum komu þrír kínverjar á veitingastað Friðriks og Unnar, Ask Pizzeriu á Egilsstöðum, og sögðust vilja opna stað undir þeirra merkjum í Kína. Það tók þau smá tíma trúa fyrirspurninni, en eftir það gerðust hlutirnir tiltölulega hratt, því hefur staðurinn verið opnaður í Weihai, var byggður á mettíma og eru seldar þar pizzur til dæmis með nöfnunum Pamela og B.O.B.A. eins og á Egilsstöðum. Við heyrðum ferðasöguna og allt um þetta ævintýri í dag hjá þeim Friðriki og Unni.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Casanova / Baggalútur og Una Torfa (Bragi Valdimar Skúlason)

All Star / Smashmouth (Gregory D. Camp)

Freedom / Yoga Lin

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Frumflutt

18. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,