Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við höldum áfram að skoða hvernig við komumst sem best af í haustinu. Jakub Stachowiak skáld, rithöfundur og bókavörður verður á línunni.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir veður dagsins allrar athygli vert. Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir daginn. Hann lítur við hjá okkur.
Í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær var fjallað um geðsjúka fanga sem eru hafðir í einangrun í íslenskum fangelsum vikum og jafnvel mánuðum saman. Við ræðum þessi mál áfram við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar.
Í gær var sagt frá því að rússneska lögreglan rannsaki andlát fyrrum útgefanda Pravda. Hann lést eftir fall út um glugga á heimili sínu í 21 metra hæð. Andlát útgefandans er það síðasta í röð andláta málsmetandi fólks sem ber að með óútskýrðum hætti. Við ræðum málið við Rósu Magnúsdóttur sagnfræðing.
Arnar Pétursson, hlaupari og þjálfari, ræðir við okkur um fréttir þess efnis að Strava stefni nú Garmin, þessi íþrótta- og tæknifyrirtæki og hlaupin almennt.