15:03
Perlur
Perlur

Í þættinum er leikin tónlist af plötum og segulböndum m.a. með Mars bræðrum, Hauki Morthens, Smárakvartettinum á Akureyri og Skagfirsku söngveitinni. Ennfremur réttarsöngvar skagfirskra bænda og húsgangurinn Skólmeistarakvæði.

Stefán Jónsson ræðir við Jón Sigurðsson, á Reynistað í Skagafirði, um Sögufélag Skagfirðinga, útgáfu Bændatals og Æviskrár Skagfirðinga, þingmennsku og fleira. Þetta er hljóðritun frá árinu 1962.

Stefán ræðir einnig við Valdimar Guðmundsson, bónda á Bólu, um Hjálmar Jónsson frá Bólu og sitthvað fleira auk þess sem Guðmundur sonur hans fer með vísu um Bólu-Hjálmar. Einnig syngur Hjörleifur Sigfússon (Marka-Leifi) húsganginn Skólameistarakvæði.

Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

(Áður á dagskrá 1998)

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 48 mín.
e
Endurflutt.
,