21:30
Gísla saga Súrsonar (3 af 6)
Gísla saga Súrsonar

Næsta Íslendingasaga sem lesin verður á kvöldsögutíma á Rás 1 er Gísla saga Súrssonar. Silja Aðalsteinsdóttir les, hljóðritun frá 1974.- Gísla saga er ein af hinum vinsælustu Íslendingasögum.Tilfinningar sögufólksins birtast þar miklu berlegar en í flestum öðrum sögum. Þetta er saga um heitar ástir, sterka tryggð og mikla ógæfu sem þjóðin hefur lifað sig inn í, enda er það sorglegast hversu fer um samskipti náinna skyldmenna og venslafólks. Hæst ber útlagann Gísla Súrsson og hina kjarkmiklu og traustu eiginkonu hans, Auði Vésteinsdóttur. Gísla saga hefur á undanförnum áratugum verið lesin öðrum fornsögum meira í framhaldsskólum á Íslandi og Ágúst Guðmundsson gerði eftir henni kvikmyndina Útlagann. Hvort tveggja sýnir hve háan sess hún skipar.

Er aðgengilegt til 06. janúar 2026.
Lengd: 29 mín.
e
Endurflutt.
,