19:00
Tónleikakvöld
Pekka Kuusisto, Katarina Barruk og Norska kammersveitin á Proms

Hljóðritun frá tónleikum Norsku kammersveitarinnar á Proms, sumartónlistarhátíð Breska útvarpsins, sem fram fóru í Royal Albert Hall í London, 31. ágúst sl.
Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto leikur með og stjórnar Norsku kammersveitinni í verkum eftir Michael Tippett, Philip Glass, Johann Sebastian Bach, Caroline Shaw, Arvo Pärt og Dmitríj Shostakovitsj. Sérstakur gestur er joik-söngkonan Katarina Barruk sem flytur eigin lög sem byggð eru á þjóðlegri hefð Sama.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Er aðgengilegt til 07. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 30 mín.