Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Árið 2025 er alþjóðlegt ár skammtafræði, og í gær var tilkynnt að þrír vísindamenn hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í eðlisfræði einmitt fyrir rannsóknir á sviði skammtafræðinnar. Við notuðum tilefnið og ræddum við Sigurð Inga Erlingsson, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, um skammtafræði.
Þórhildur Ólafsdóttir er ekki heima í Úganda að þessu sinni heldur á á ferðalagi um Tyrkland. Þórhildur sagði okkur frá því sem fyrir augu hefur borið.
Við fjölluðum líka um Hannes Pétursson skáld. 70 ár eru síðan fyrsta ljóðabókin hans, Kvæðabók, kom út. Af því tilefni verður dagskrá í Miðgarði í Skagafirði á sunnudaginn. Sölvi Sveinsson ræddi um Hannes og Kvæðabókina.
Tónlist:
Possibillies - Vindarnir dansa.
Hjálmar - Leiðin okkar allra.
Mark Knopfler - Going home.