• 00:27:54Daníel Helgason um hátíðina Kumbiavik
  • 01:15:37Emmsjé Gauti fokkar shitti upp

Sumarmorgunn

Emmsjé Gauti í sælu á Suðureyri og suðræn sveifla í Kumbiavík

Kumbiavik er yfirskrift áhugaverðrar matar- og menningarveislu sem haldin verður í miðborg á laugardag. Þar fagnar hópur fólks fjársjóðum Rómönsku Ameríku með lifandi tónlist, plötusnúðum, matarkræsingum, kvikmyndum, dansi og líflegri stemningu fram eftir kvöldi. Ógleymanlegur dagur fullur af fumlausum takti, bragði og menningu. Kumbia er heiti á tónlist og takti frá Kólumbíu og latínó menningu en tónlistarfólk þaðan og frá suður-ameríku mun koma fram á hátíðinni auk fulltrúa íslensku tónlistarflórunnar. Tómas R. Einarsson leikur þar af sinni alkunnu snilli og hin bráðskemmtilega og íslenska cumbia-væna hljómsveit Los Bomboneros mun skemmta. Einn meðlimur Bomboneros, Daníel Helgason veit sitthvað um hátíðina og sagði hlustendum frá.

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er einn þeirra tónlistarmanna sem er á ferð og flugi þetta sumarið. Hann er talinn einn duglegasti í bransanum, kemur fram í gríð og erg um allt land og en leyfir sér einnig fara í frí og heimsækja landið með sínu bestu fólki, fjölskyldunni. Þó svo Gauti mikill rútínumaður og elski vinnuna sína þá var hann þennan morguninn eingöngu njóta íslensku blíðunnar á hjólhýsaferðalagi um Vestfirði og ræddi við okkur frá hafnarbakkanum á Suðureyri við Súgandafjörð. Emmsjé Gauti ásamt söngvara rokkksveitarinnar Une Misére, Rúnari Hroða, gaf út í morgunsárið lagið Fokka shitti upp og sagði hlustendum frá því lagi og sumrinu sínu.

Tónlist dagsins var sérlega föstudagsvæn:

EMMSJÉ GAUTI - Klisja

MICHAEL KIWANUKA - Cold Little Heart

LAUFEY - Lover Girl

KALEO - Bloodline

THE BLACK CROWES - Hard To Handle

FLOWERING INFERNO - Cumbia Sobre El Mar

LOS BOMBONEROS - La Lavadora

LÓN - Cold Crisp Air

THE SMITHS - There Is A Light That Never Goes Out

JÚLÍ HEIÐAR, RAGGA HOLM - Líður vel

COLDPLAY - Feelslikeimfallinginlove

OF MONSTERS AND MEN - Television Love

Snorri Helgason - Ein alveg

DEPECHE MODE - Enjoy The Silence

MGMT - Time To Pretend

PATRi!K & LUIGI - Skína

LILY ALLEN - Smile

Frumflutt

18. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmorgunn

Sumarmorgunn

Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.

Þættir

,