Við slógum á þráðinn til tónlistarkonunnar Bríetar en hún er á ferðalagi um landið í sumar með vinum sínum Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari þar sem hún spilar uppáhalds lög okkar allra en mun einnig kynna glæný lög í leiðinni. Það eru einmitt í það minnsta tvö lög sem við höfum heyrt á ensku og spurðum út í þessa útgáfu, heyrðum af ferðalaginu þeirra og hvað væri fram undan.
Svo héldum við norður í Fnjóskadal en fnjóskdælingar undirbúa nú komu þúsunda tónleikagesta um komandi helgi þegar tónlistarveisla hljómsveitarinnar Kaleo hefst í Vaglaskógi. Tónleikarnir marka fyrstu framkomu sveitarinnar á Íslandi í heilan áratug. Fjöldi annarra frábærra tónlistarmanna tekur þátt í viðburðinum, þ.á.m. hljómsveitin Hjálmar, Júníus Meyvant, Bear the Ant, Soffía Björg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og einn efnilegur Eyfirðingur, tónlistarmaður er kallar sig Jack Magnet. Hann heitir með réttu Jakob Frímann Magnússon, sem er einn af skipuleggjendum og hann sagði okkur frá umfangi tónleikanna.
Svo var það tónlistin ... jahérna hér, hvað hún var fín.
BRÍET - Takk fyrir allt
STEPHAN HILMARZ, MILLJÓNAMÆRINGARNIR - Kaffi til Brasilíu
GUNS N' ROSES - Don't Cry
HAIM - Down to be wrong
ELVAR - Miklu betri einn
JACK MAGNET- Dreams of Delphi
KALEO - Vor í Vaglaskógi
VALDÍS, JÓIPÉ - Þagnir hljóma vel
DAVID BOWIE - Sound and Vision
QUARASHI - Stars
SEXTETT ÓLAFS GAUKS - Því ertu svona uppstökk?
JALEN NGONDA - Illusions
JÚLI HEIÐAR, DÍSA - Ástardúett
STARSAILOR - Goodsouls
JEFF BUCKLEY - Last Goodbye
BRÍET - Wreck Me
CROWDED HOUSE - Weather With You
SOMBR - Undressed
UNA TORFA, ELÍN HALL - Bankastræti