EM kvenna í Sviss fer senn að ljúka og í gærkvöldi varð loks ljóst hvaða tvær þjóðir leika til úrslita á þessu stórskemmtilega móti næsta sunnudag. Það eru ríkjandi Evrópumeistarar Englands sem mæta ríkjandi heimsmeisturum Spánar. Við pökkum þessu saman og fórum yfir það sem helsta með Almari Ormarssyni af íþróttadeildinni. Hann var hér hjá okkur um kl. 09.20.
Upp úr kl. 07:30 fengum við Þorkel Heiðarsson í heimsókn og flutti hann okkur ný náttúruspjöll. Þorkell hefur flutt fyrir okkur álíka spjöll í sumar, Keli er auðvitað náttúru og líffræðingur hefur lengi starfað með dýrum og mönnum í Húsdýragarðinum og svo er hann formaður félags íslenskra náttúrufræðinga. Þorkell mætti síðast með sögur af svartbakinum, fylgdi þar eftir áhugaverðum ævintýrum lúsmýsins ... en í dag sagði hann okkur frá lífinu í ám og ferskvötnum hér á landi.
Svo var það tónlistin sem var með fimmtudagsyfirbragði þennan morguninn.
EDDA HEIÐRÚN BACHMAN - Önnur sjónarmið
THE BEATLES - I am the Walrus
JENNIFER LOPEZ - Jenny from the block
SPAÐAR - Silungurinn
MOSES HIGHTOWER - Feikn
LES NEGRESSES VERTES - Voila L'ete
JET BLACK JOE - Starlight
STUÐLABANDIÐ - Við eldana
ÁGÚST - Á leiðinni
ROYEL OTIS - Murder on the Dancefloor
PREFAB SPROUT - Appetite
CALVIN HARRIS, DUA LIPA - One Kiss
ED SHEERAN - Sapphire
TOMMY CASH - Espresso Macchiato
JAIN - Makeba