Það hefur verið líf og fjör á Bíldudal í sumar og bæjarhátíðin Bíldudals grænar baunir nýliðin og tókst til með miklum ágætum. Á þjóðhátíðardeginum, 17. júní var bæjarlistamaður Vesturbyggðar útnefndur og var það tónlistarmaðurinn og vertinn Gísli Ægir Ágústsson sem hlaut þennan virðulega titil. Við heyrðum hljóðið í Gísla á seinni tímanum, eftir kl. 09 og fengum stemninguna frá Bíldudal beint í æð.
Kærleikur og ást er kjarnauppskriftin að fjölskyldugarðinum Raggagarði í Súðavík sem opnaði sumarið 2005 og fagnar því 20 ára afmæli í ár. Að því tilefni verður næstu helgi haldin fjölskylduhátíðin Með hjartanu en að sögn aðstandenda er garðurinn einmitt byggður upp með hjartanu, hjarta bæði vestfirðinga og annara. Það verður mikið um að vera í Raggagarði næstu helgi og við heyrðum í Vilborgu Arnarsdóttur framkvæmdarstjóra og hjarta og heili fjölskyldugarðsins rétt um kl. 07:30.
Hér er svo lagalistinn góði:
GEIRI SÆM OG HUNANGSTUNGLIÐ - Er ást í tunglinu
MAGGIE ROGERS - Don't Forget Me
JÓN JÓNSSON - Tímavél
SELENA GOMEZ - Lose You To Love Me
ED SHEERAN - Sapphire
STJÓRNIN - Allt eða ekkert
VÆB - Róa
DAÐI FREYR - Thank You
THE CRANBERRIES - Linger
ÁGÚST - Á leiðinni
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Þú fullkomnar mig
THE BLACK KEYS - No Rain, No Flowers
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt
ARCTIC MONKEYS - Fluorescent Adolescent
THE WHO - Pinball Wizard
GÍSLI ÆGIR - Á rauðu ljósi (Mannakorn, ábreiða)
PRINCE - I wanna be your lover
RIHANNA, KANYE WEST, PAUL McCARTNEY - Four five seconds
MICHAEL KIWANUKA - The Rest Of Me