Skapandi hópur ungs sviðslistafólks tók yfir Háskólabíó í fyrrasumar svo eftir var tekið og stóð fyrir fjölda viðburða á sama tíma þegar stóru leikhúsin voru í sumardvala. Þetta var auðvitað sviðslistahúsið Afturámóti sem hefur slegið í gegn aftur í sumar en þessi hópur hlaut hvatningarverðlaun Grímunnar í vor. Á fjölum Háskólabíós í sumar hafa glaðir gestir fengið að sjá sýninguna Ber er hver, Góðan daginn, Faggi, Gunnellu og Þorskasögu sem er bráðskemmtilegur söngleikur byggður á þorskastríðinu. Nú fer hver að vera síðastur að heimsækja sumarleikhús Afturámóti og við fengum þau Kristin Óla eða Króla og hana Hólmfríði Hafliðadóttur til að segja okkur frá sumrinu.
Upp á síðustu ár hefur ríkt mikil uppsveifla í mannlífinu og menningunni á Flateyri við Önundarfjörð og um sumartímann dvelur þar mikill fjöldi fólks og sækir þar t.a.m. fjölmarga viðburði af ýmsum toga. Það hefur Vagninn skipað sérstöðu en þessi sögufrægi skemmtistaður og félagsheimili Önfirðinga er vinsæll áningarstaður gesta og orðinn fastur punktur hjá ýmsu tónlistar og sviðslistafólki sem á leið um Vestfirði. Vert á Vagninum þetta sumarið heitir Sara Hlín Geirsdóttir 24 ára Reykjavíkurmær og stendur hún í ströngu með afar metnaðarfulla dagskrá þetta sumarið en hún byrjaði fyrir 10 árum síðan að aðstoða í uppvaskinu á staðnum. Við heyrðum af þessum ævintýrum Söru í fyrra hluta þáttar.
Svo var það föstudagslagalistinn sem var í hressari kantinum:
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON, RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR - Dagar og nætur
THE SMITHS - Heaven knows I'm miserable now
GDRN - Háspenna
CHAPPELL ROAN - Good Luck, Babe!
EDIE BRICKELL & THE NEW BOHEMIANS - What I Am
DAÐI & GAGNAMAGNIÐ - Think About Things
LAUFEY - Lover Girl
SOMBR - Undressed
DUSTY SPRINGFIELD - Son Of A Preacher Man
JÓIPÉ X KRÓLI - Óska mér
SABRINA CARPENTER - Manchild
THE CURE - Friday I'm In Love
INSPECTOR SPACETIME - Smástund
MOSES HIGHTOWER - Góður í
THE SPECIALS - A Message To You Rudy
ELÍN HALL - Komdu til baka
MAUS - Musick
PHARRELL - Happy