Rokkland

Karl J. Sighvatsson

Rokkland er 30 ára í ár og af því tilefni verða nokkrir eldri þættir endurfluttir á Rokklands-tímanum í sumar. Þátturinn sem við heyrum núna er frá 31. Ágúst 2014 og maður dagsins er Karl J. Sighvatsson orgel og hljómborðs-séníið Kalli Sighvats - Skagamaðurinn Kalli sem var lykilmaður í öllum helstu hljómsveitunum þegar rokkið var slíta barnsskónum á Íslandi. Hann var í Dátum, Flowers, Náttúru, Trúbroti og Þursaflokknum og spilaði eftir það inn á fjölda platna með hinum og þessum....þar á meðal Utangarðsmönnum og Mannakorni.

Kalli er einn merkasti og flinkasti tónlistarmaður sem íslendingar hafa átt –sannkallað séní, en kalli var bara 40 ára gamall þegar hann lést í bílslysi á Hellisheiðinni sumarið 1991.

Frumflutt

22. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,