Kvenlæg keramiklistaverk og tónleikahald í Reykjavík og Köben
Hvernig er að halda tónleika í Reykjavík? En í Kaupmannahöfn?
Óli Dóri og Snorri Ástrásson hafa starfað sem tónleikaskipuleggjendur lengi. Við ræðum við þá um tónleikahald og annað tónlistartengt. Við kynnumst líka þremur tónlistarkonum sem eru nýsnúnar aftur heim eftir framhaldsnám í klassískri tónlist erlendis, og koma fram á tónleikaröðinni Velkomin heim. Við kíkjum einnig á myndlistarsýninguna Þætti sem Valgerður Sigurðardóttir opnaði í Ásmundarsal síðustu helgi.
Tónlist úr þættinum:
O.N.E. - Ute.
Sólveig Steinþórsdóttir - Sonata no.2 in A minor : II. Malinconia: Poco lento.
Gugusar - Crazy
Brokeboi - Juno Paul
Ruby Francis - Lanzarote
EoO - Bad Bunny
Red Bottom Sky - Yung Lean
Time - Sturla Atlas
Að elska og þrá - K.óla
Frumflutt
2. júlí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tengivagninn
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.