Lestin

Taylor veldur vonbrigðum, M Can og götudans-einvígi

Í síðustu viku kom út nýjasta plata Taylor Swift, Life of a Showgirl. venju var mikil eftirvænting eftir nýrri tónlist frá þessari skærustu poppstjörnu samtímans. Viðbrögðin hafa hins vegar ekki verið á einn veg, dómar frekar neikvæðir og sumir Swifties - sem eru þekktir fyrir standa við bakið á sinni konu í blíðu og stríðu - hafa orðið fyrir vonbrigðum. Nína Hjálmarsdóttir, Swiftie og sviðslistakona, er ein þeirra sem er svekkt með sýningarstúlkuna. Við ræðum við Nínu.

Rapparinn M Can hefur verið hálfgerður huldumaður í íslenskri rappsenu undanfarin fimm ár, en hann hefur gert tónlist með Birgi Hákoni og Yung Nigo Drippin svo einhverjir séu nefndir. Hann hefur tengingu við Tyrkland, Bretland og Ísland og rappar á ensku. Þórður Ingi Jónsson hitti á M Can og forvitnaðist um ferilinn og fyrstu plötuna hans, Paint a Picture.

Frumflutt

6. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lestin

Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Þættir

,