Fram og til baka

Matti og Áslaug eru foreldrar Væb bræðra

Fimma dagsins var óvenjuleg því í fyrsta sinn var par í fimmunni. Þetta voru hjónin Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Mattías V Baldursson (Matti Sax) en þau eru stödd í Basel í Sviss þessa dagana til fylgja sonum sínum og Væb bræðrum Matthíasi og Hálfdáni í Eurovision. Hjónin sögðu okkur af fimm tónlistarstefnum sem hafa markað líf þeirra og talið barst víða, t.d um hljómsveitirnar Sveindóm og Klamidíu X og starfið í kirkjunni. Einnig sögðu þau hlustendum frá þrautagöngu og baráttu Matthíasar yngri við illvígan sjúkdóm sem dró hann næstum til dauða.

Frumflutt

10. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,