16:05
Víðsjá
Þórdís Gísladóttir - Maístjarnan, Sköpun í Hallgrímskirkju, Óskar Örn - Arkitektúr og nr 1
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þórdís Gísladóttir hlaut í gær ljóðaverðlaunin Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Aðlögun. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars; Í Aðlögun er atferli nútímamannsins skoðað frá ýmsum sjónarhornum, bæði af kímni og alvöru, í fortíð og framtíð, en þó mest í þessari fremur hversdagslegu nútíð sem flest okkar kalla daglegt líf. Vinningshafinn mætir í hljóðstofu og segir okkur frá bókinni. Doktor Óskar Örn Arnórsson flytur okkur sinn fyrsta pistil í nýrri pistlaröð um arkitektúr sem hann kallar einfaldlega Arkitektúr og... og Finnur Karlsson og Björn Steinar Sólbergsson segja okkur frá frumflutningi á tónverki Finns, Sköpun, og tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur og Kórs Hallgrímskirkju sem fara fram á sunnudag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,