07:03
Morgunvaktin
Heimsglugginn, Grímsey og Ísland í seinni heimstyrjöld
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann, og ræddi við Magnús Árna Skjöld, dósent við Háskólann á Bifröst. Þeir ræddu um breytta heimsmynd og stöðu Íslands, en í dag fer fram ráðstefna á vegum Háskólans í Norræna húsinu.

Jarðskjálftahrina stendur yfir við Grímsey. Við ræddum við Höllu Ingólfsdóttur, ferðaþjónustufrömuð og íbúa í Grímsey um skjálftana, veðrið, ferðaþjónustu og lífið og tilveruna.

Við fjölluðum svo um Ísland og seinni heimstyrjöldina þegar Gísli Jökull Gíslason kom í þáttinn og sagði frá nokkrum atburðum hér á landi í stríðinu.

Tónlist:

Kim Larsen - De smukke unge mennesker.

Aretha Franklin - A brand new me.

Andrews Sisters - Rum and coca cola.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,