Tónleikur

Franz Schubert

Franz Schubert fæddist árið 1797, og lifði hratt og stutt. Afköst hans voru hreint ótrúleg miðað við hans stuttu ævi, en hann lést tæplega 32 ára gamall og verkalisti hans er miklum mun lengri en verkalisti Beethovens sem þó náði 57 ára aldri. Schubert samdi fjölda strengjakvartetta strax fyrir tvítugt sem margir hverjir hafa glatast, margar óperur og sinfóníu og píanóverk, en þekktastur er hann vitanlega fyrir sönglögin sín. Hann samdi fáa strengjakvartetta eftir hann komst yfir tvítugt, en þeir hafa unnið hylli áheyrenda svo um munar. Einn þeirra er D810 í d-moll sem gengur undir nafninu Dauðinn og stúlkan og hann verður fluttur í þættinum.

Frumflutt

7. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónleikur

Tónleikur

Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.

Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir

Áður á dagskrá veturinn 2008-2009

Þættir

,