Þú veist betur

Seinni heimsstyrjöldin, þáttur 3: Vígvellir og viðsnúningar

Í þessum þætti færist stríðið upp í loftið, bókstaflega. Orrustan um Bretland markar tímamót, þar sem litlar vélar eins og Spitfire breyta gangi sögunnar. Áður en við snúum okkur Sovétríkjunum, stoppum við aðeins í Asíu, þar sem Japan og Kína eru í blóðugu og flóknu stríði sem heimurinn fylgist illa með.

Þjóðverjar gera síðan skyndilega innrás í Sovétríkin. Churchill, sem hingað til hefur staðið nánast einn gegn Hitler, fær nýjan bandamann í Stalín, þó það samstarf verði flókið. Á sama tíma stíga Bandaríkin loksins inn í stríðið eftir árás Japana á Pearl Harbor. Roosevelt hafði þegar ákveðið Þýskaland væri stærra vandamál en Japan, en þegar Hitler lýsir yfir stríði við Bandaríkin, þá er engin leið til baka.

Við skoðum líka hvernig bandarískir flugmenn voru sendir til Búrma, áður en Bandaríkin voru formlega komin í stríð, til hjálpa Bretum halda áhrifum sínum. Stríðið er orðið alþjóðlegt, á landi, sjó og líka í lofti.

Umsjón: Atli Már Steinarsson

Viðmælandi: Gísli Jökull Gíslason

Frumflutt

15. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þú veist betur

Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Þættir

,