Lát þig engin binda bönd

Sjötti þáttur

Í þessum lokaþætti var farið á slóðir Stephan G. Stephanssonar í Alberta í Kanada, síðan haldið til Gimli og Winnipeg og loks heim til Íslands.

Rætt er við afkomendur Stephans og Helgu og fjallað um aðdraganda og endurreisn húss skáldsins í Markerville. lokum er fjallað um stöðu skáldsins í nútímanum.

Viðmælendur eru: Þórdís Gutrick í Calgary, Stephan Benediktsson í Calgary. Íris Benediktsson, Markerville. Sigrid Johnson, Winnipeg, Elva Simundsson, Erla Simundsson og Svava Simundsson búsettar í Árborg og á Gimli. David Arnason, Gimli og Winnipeg og Gísli Sigurðsson hjá Árnastofnun í Reykjavík.

Lesari í þættinum var Rúnar Sigþórsson.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá 18. nóvember 2000)

Frumflutt

14. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Lát þig engin binda bönd

Fjallað um skáldið Stephan G. Stephansson, allt frá uppvexti hans í Skagafirði og Bárðardal til flutnings fjölskyldunnar til vesturheims og dvölina þar. Sagt frá lífshlaupi hans og skáldskap. Rætt við fólk á Íslandi og vestanhafs um bóndann og skáldið. Hann fæddist á Kirkjuhóli í Skagafirði 3. október 1853 og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Hann lést 9. ágúst 1927, næstum 47 ára.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá árið 2000)

Þættir

,