Lát þig engin binda bönd

Þriðji þáttur

Haldið áfram rekja lóð og líf Stephans G. Stephanssonar. Í þessum þætti er talað um flutning hans til Alberta og stóraukna ljóðagerð. Fjallað um lífssýn skáldsins og heimspekilegri hugsun sem birtist í ljóðunum.

Rætt við: Kristján Kristjánsson, heimspeking á Akureyri og Viðar Hreinsson, bókmenntafræðing.

Umsjónarmaður les auk Rúnars Sigþórssonar sem les ljóð.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá 28. október 2000)

Frumflutt

23. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Lát þig engin binda bönd

Fjallað um skáldið Stephan G. Stephansson, allt frá uppvexti hans í Skagafirði og Bárðardal til flutnings fjölskyldunnar til vesturheims og dvölina þar. Sagt frá lífshlaupi hans og skáldskap. Rætt við fólk á Íslandi og vestanhafs um bóndann og skáldið. Hann fæddist á Kirkjuhóli í Skagafirði 3. október 1853 og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Hann lést 9. ágúst 1927, næstum 47 ára.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá árið 2000)

Þættir

,