Lát þig engin binda bönd

Annar þáttur

Í öðrum þætti er greint frá landnámum Stephans G. Stephanssonar í Bandaríkjunum, fyrst í Wisconsin og síðan í Norður-Dakóta. Fjallað er um skáldskaparþroska hans og menningarstrauma í Íslendingabyggðum, sérstaklega Hið Íslenska menningarfélag og stöðu vestur-íslensku kirkjunnar.

Rætt er við Jón Jónsson og Magnús Ólafsson, bændur í Norður-Dakóda, Viðar Hreinsson, bókmenntafræðing, Kristján Kristjánsson, heimspeking, Wilhelm Emilsson, bókmenntafræðing, Bergstein Jónsson, sagnfræðing og Harald Bessason, fyrrverandi prófessor í Winnipeg.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá 21. október 2000)

Frumflutt

16. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Lát þig engin binda bönd

Fjallað um skáldið Stephan G. Stephansson, allt frá uppvexti hans í Skagafirði og Bárðardal til flutnings fjölskyldunnar til vesturheims og dvölina þar. Sagt frá lífshlaupi hans og skáldskap. Rætt við fólk á Íslandi og vestanhafs um bóndann og skáldið. Hann fæddist á Kirkjuhóli í Skagafirði 3. október 1853 og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Hann lést 9. ágúst 1927, næstum 47 ára.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá árið 2000)

Þættir

,