Fjallað er um 2 Tone útgáfuna sem sett var á laggirnar í Bretlandi 1979 og lagði áherslu á svokallaða Rocksteady tónlist sem var blanda af ska, reggae, rokki og pönktónlist. Stofnandi útgáfunnar var Jerry Dammers hljómborðsleikarin hljómsveitarinnar The Specials. Leikin eru lög með The Specials, The Selecter, Madness, The Beat og Bodysnatchers. Tónlistin sem 2 Tone útgáfa lagði áherslu á er stundum nefnd einu nafni Two Tone tónlist. Leikin er eftirfarandi tónlist. Speicals flytja lögin A Message To You Rudy, Too Much Too Young og Monkey Man. Selecter flytja lögin On My Radio og Three Minute Hero. Mandess flytja lögin Prince, Madness og One Step Beyond. Beat flytja lögin Tears Of A Clown, Ranking Full Stop og Mirror In The Bathroom og Bodysnatchers flytja lagið Do Rock Steady. Umsjón: Jónatan Garðarsson.