20:15
Kiljan
8. okt. 2025
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Í Kilju vikunnar fjöllum við um Lákarímur eftir Bjarka Karlsson. Þar leggur hann út af "skemmtilegu smábarnabókinni" um Láka í hefðbundnu íslensku rímnaformi. Jóhannes Jökull kveður rímur úr bókinni. Ragnar Jónasson kemur í þáttinn með nýja bók, draugasögu sem nefnist Emilía. Sunna Dís Másdóttir ræðir um ljóðabók sína Postulín. Svo eru það Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson en þar er rakin saga jeppabifreiða frá því Willys jepparnir komu til landsins í stríðinu og urðu fljótt hinir þörfustu þjónar, ekki síst til sveita. Í Bókum og stöðum förum við norður á Hólmavík þar sem kemur meðal annarra við sögu skáldið Stefán frá Hvítadal. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Kortabók skýjanna eftir David Mitchell, Þegar mamma mín dó eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur og Undrarútuna eftir Jakob Martin Strid.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 47 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,