Nýr skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar þar sem þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum, meðal annars í taugatrekkjandi stöfunarkeppni og í sérhannaðri útgáfu af hengimanni. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar. Þátttakendur etja kappi í taugatrekkjandi stöfunarkeppni og sérhannaðri útgáfu af hengimanni og ýmsum öðrum þrautum. Keppendur í þessum þætti eru Sævar Sigurgeirsson, Davíð Þór Jónsson, Bríet Ísis Elfar og Aron Már Ólafsson. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Hanna Margrét Kristleifsdóttir fæddist með klofinn hrygg. Hún brosir í lífsins ólgusjó og mottóið er að gefast aldrei upp.
Leitin að jólastjörnunni er hafin. Börn 14 ára og yngri syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar og keppast um að verða jólastjarnan 2023. Umsjón: Kristinn Óli Haraldsson og Katla Þórudóttir Njálsdóttir. Upptökustjórn: Þór Freysson.
Í lokaþætti Jólastjörnunnar komumst við að því hver ber sigur úr býtum og hlýtur titilinn Jólastjarnan 2023.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti sjáum við magnaðan aðstoðarmann að störfum í Keflavík.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Það verða sannkallaðir galdrar þegar Hjalti og Nevis týna gullklumpi inni á skrifstofu Júlíusar. Rut fær óvænt bréf.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura gleymdu sér smá í leik og eru búin að drasla dálítið mikið til. Þá er kominn tími til að taka saman.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa jólalegan eftirrétt: Marengs og ís.
Hér er uppskriftin:
Marengstoppar
5 eggjahvítur
300 gr sykur
1/2 L rjómi
Ber að eigin vali
Leiðbeiningar:
Þeytið eggjahvíturnar þangað til þær fara að freyða vel.
Setjið smám saman sykurinn út í og þeytið á fullum hraða þangað til blandan er orðin alveg stíf.
Þið eigið að geta snúið skálinni við og ekkert dettur úr henni.
Setjið deigið í sprautupoka og sprauta litla toppa á bökunnarpappír.
Bakið við 100 gráður í 30 mín eða þangað til topparnir losna frá pappírnum.
Þeytið rjóma og setjið í sprautupoka. Sprautið smá ofan á hvern marengs og setjið svo ber að eigin vali ofan á.
Ís
5 Eggjarauður
1 1/4 dl púðursykur
1/2 L þeyttur rjómi
1tsk vanilludropar
100 gr Toblerone eða annað sem krakkarnir vilja
Þeyttu eggjarauður og púðusykur vel saman.
Blandaðu þeytta rjómanum varlega saman við og vanilludropunum.
Saxaðu sælgætið smátt og blandaðu varlega saman við.
Settu í form og settu í frysti. ATH. þarf að geyma í frysti yfir nótt.
msjón:
Ylfa Blöndal
Hilmar Máni Magnússon

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld pælum við í sófum, hittum lækni í Vestmannaeyjum sem býr yfir einstakri talnagáfu, kíkjum í Valhöll á Eskifirði og búum til Tiktok myndbönd með samfélagsmiðlastjörnum Húsasmiðjunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Heimildarmynd um Hafstein Hauksson, fyrsta Íslandsmeistarann í ralli. Eftir að hafa sýnt hraða sinn í keppni á íslenskum rallvegum hóf hann að keppa erlendis með það eitt að markmiði að verða fyrsti íslenski heimsmeistarinn í rallakstri. Dagskrárgerð: Bragi Þórðarson.

Jólatónleikar með tenórsöngvaranum Jonasi Kaufmann ásamt úrvali gestasöngvara.

Íslensk mynd í þrem hlutum. Kerfisfræðingurinn Indíana Jónsdóttir býr einangruð í lítilli blokkaríbúð umkringd innflytjendum sem hún fyrirlítur. Í litlum garðskika við íbúðina stendur gullregn, verðlaunað tré sem er stolt hennar og yndi. Þegar einkasonurinn kemur heim með kærustu af erlendum uppruna fer heimur Indíönu á hvolf. Aðalhlutverk: Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Karolina Gruszka. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.

Leikir í bikarkeppni karla í körfubolta.
Leikur Stjörnunnar og Álftaness í 16-liða úrslitum VÍS-bikarkeppni karla í körfubolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.