Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Riðuveiki var greind á bænum Kirkjuhóli í Skagafirði í síðustu viku. Greiningin er jafnan mikið áfall og ljóst að mikil vinna bíður bænda á staðnum. Við hittum Aron og Guðmundu á Kirkjuhóli.
Í dag eru tvö ár frá innrás Hamas samtakanna í Ísrael sem hleypti af stað blóðugu stríði. Vopnahlésviðræður hófust í gær en óljóst er hvert framhaldið verður. Kastljós ræðir við Magnús Þorkel Bernharðsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda um stöðuna.
Hin sígilda spurning um hvort selja skuli sálu sína fyrir auðæfi er velt upp í verkinu Sagan af dátanum sem Jenný Lára Arnórsdóttir leikstýrir í Hofi á Akureyri. Við litum á æfingu.