Konsert

Led Zeppelin og BB King á tónleikum

Á fimmtudögum eru KONSERT-kvöld á Rás 2. Í Konsert bjóðum við upp á tónleikaupptökur héðan og þaðan og frá ýmsum tímum.

Í Konsert kvöldsins heyrum við upptöku frá þýska ríkisútvarpinu í Bremen frá árinu 1968 með BB. King - í tilefni af því 16. september voru 100 ár frá fæðingu meistarans sem hafði áhrif á fjölda annara gítarleikara sem á eftir honum komu - t.d. Eric Clapton, Keith Richards, Peter Green, Jimi Hendrix og Jimmy Page.

Við heyrum líka í Led Zeppelin á tónleikum í Englandi - upptökur frá 1975 og 1979.

Frumflutt

18. sept. 2025

Aðgengilegt til

18. sept. 2026
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,