Konsert

Egill Ólafsson 60 ára í Fríkirkjunni 9. febrúar 2013

Það sem við bjóðum uppá í Konsert kvöldsins eru útgáfutónleikar Egils Ólafssonar sem fóru fram í Fríkirkjunni í Reykjavík daginn sem hann varð sextugur þann 9. Febrúar árið 2013 og tilefnið er skemmtilegt.

Í fyrsta lagi var hann gefa þessa tónleika út á vinyl í fyrsta sinn núna á dögunum í takmörkuðu upplagi. Og svo í gær tóku þau hjónin Egill og Tinna Gunlaugsdóttir á móti heiðursverðlaunum Íslensku sjónvarps og kvikmyndaakademíunnar, ÍKSA, við hátíðlega athöfn á Hiltonhótelinu í Reykjavík.

Egill er einn merkasti og afkastamesti tónlistarmaður íslenskrar dægurtónlistarsögu sendi frá sér frábæra plötu haustið 2012, plötuna Vetur, .og það var verið fagna útgáfu hennar þarna í Fríkirkjunni á afmælisdegi söngvarans og tónskáldsins Egils og leikarans 9. febrúar 2013.

Þetta var laugardagskvöld og kirkjan var troðfull af fólki .sem beið í eftirvæntingu eftir heyra hvað Egill ætlaði syngja með hljómsveitinni Finnsk íslenska vetrarbandalaginu, og eins hvað hann ætlaði segja - en Egill er mikill og skemmtilegur sögumaður eins og alþjóð veit.

Frumflutt

27. mars 2025

Aðgengilegt til

27. mars 2026
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,