Sápuboltinn á Ólafsfirði var haldinn í níunda sinn um helgina. Fyrir 9 árum skipulagði vinahópur af einhleypum mönnum mótið til að mögulega eiga færi á að eignast kærustu þar. Viktor Freyr Elísson einn af stofnendum og mótshaldari gaf hlustendum stemminguna á Sápuboltanum beint í æð.
Elma Rún Kristinsdóttir dansari, danshöfundur og danskennari stýrði 9 liðum að heimsmeistaratitli á Dance World Cup 2025. Hún stofnaði í fyrra Ungleikhúsið sem hefur heldur betur sprungið út og náði þessum stórkostlega árangri.
Una Torfa og Hafsteinn (Ceastone) eru á tónleikaferð um landið sem ber heitið Þurfum ekki neitt. Þau þurfa svo sannarlega ekki neitt því þau ganga í öll störf á ferðalaginu sjálf, keyra, róta, selja miða og varning og að sjálfsögðu spila tónlist. Við náðum á þau þar sem þau voru að keyra á milli tónleikastaða.
Glærnýr liður var kynntur í Helgarútgáfunni í dag, Gestastjórnandi vikunnar. Milli klukkan þrjú og fjögur kemur gestastjórnandi í þáttinn sem velur lög og viðmælanda. Fyrsti gestastjórnandinn var engin önnur en Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikkona og rappari. Hún valdi tónlistarkonuna Gugusar sem sinn viðmælanda og sagði hlustendum frá ferð á Götubitahátíðina.
Ágúst Þór Brynjarsson - Á leiðinni.
Ásgeir Trausti Einarsson, Eydís Evensen - Dimmuborgir.
JENNIE, Lipa, Dua - Handlebars.
BLOSSI - Milli stjarnanna.
Ellis-Bextor, Sophie - Taste.
Fjallabræður, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Bubbi Morthens - Fallegur dagur.
FLEETWOOD MAC - Gypsy.
Sigur Rós - Við spilum endalaust.
DANIIL, JOEY CHRIST - Ef their vilja beef.
Teddy Swims - Lose Control.
Snorri Helgason - Ingileif.
Lady GaGa - Born This Way.
ROXY MUSIC - More Than This.
Bríet - Wreck Me.
Black Keys, The - No Rain, No Flowers.
STUÐMENN - Hr. Reykjavík.
Royel Otis - Murder on the Dancefloor (triple j Like A Version).
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
CMAT - Running/Planning.
EGÓ - Fallegi lúserinn minn.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
Combs, Luke, Post Malone - Guy For That.
EMILÍANA TORRINI - Big Jumps.
Elvar - Miklu betri einn.
Laufey - Lover Girl.
Haim - Relationships.
MASSIVE ATTACK - Teardrop.
Gugusar - Reykjavíkurkvöld.
BRÍET & ÁSGEIR - Venus.
Sault - Why Why Why Why Why.
Madonna - Music.