• 00:01:00ADHD lyf og geðrof
  • 00:08:37ferðaþjónusta á Vestfjörðum
  • 00:17:01Feneyjatvíæringur

Kastljós

ADHD og geðrof, ferðaþjónusta á Vestfjörðum, Feneyjatvíæringurinn

61 fullorðinn einstaklingur var lagður inn á sjúkrahús í geðrofi vegna notkunar ADHD-lyfja á árunum 2010-2022. Þetta eru niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar, sem birt var í British Medical Journal. Hlutfallslega er geðrof ekki algengur fylgikvilli ADHD-lyfja en í ljósi mikillar notkunar þeirra hér á landi telja geðlæknar taka þurfi hann alvarlega. Við ræddum við Odd Ingimarsson, geðlækni um málið.

Kastljós hefur á undanförnum vikum ferðast vítt og breytt um landið og tekið púlsinn á ferðaþjónustunni. Áskoranir og verkefni greinarinnar eru fjölbreytt og misjöfn á milli landsvæða en þessu sinni heimsóttum við Vestfirði.

Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr var settur um helgina. Íslandi tekur þátt í fyrsta sinn en fulltrúi okkar er Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt. Kastljós var á staðnum.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

14. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,