Alba Hough er einn reynslumesti vínþjónn Íslands og býr yfir áratuga reynslu í alþjóðlegum vínþjónakeppnum sem keppandi, dómari og þjálfari. Alba er forseti Vínþjónasamtaka Íslands og margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna. Hún kom til okkar í dag og við ræddum um starf vínþjónsins, gin gerð á Íslandi, mismunandi vín frá mismunandi stöðum og fleira.
Gylfi H. Yngvason stórreykingabóndi á Skútustöðum við Mývatn hefur um áratugaskeið reykt silung, lax og lambakjöt með aldagömlum aðferðum þar sem notast er við sauðatað. Þessi aðferð þykir skila sér í einstaklega góðu bragði og mörgum finnst reyktur mývatnssilungur ómissandi þegar Mývatn er heimsótt. Við kynntum okkur taðreykingar í Sumarmálum í dag.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þætti dagsins:
Í útilegu / Þú og ég (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
I Saw the Light / Todd Rundgren (Todd Rundgren)
Summer Wine /Nancy Sinatra og Lee Hazelwood (Lee Hazelwood)
Happy Birthday / Stevie Wonder (Stevie Wonder)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR