PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone 9. maí

Party Zone þáttur kvöldsins er eiginlega tvískiptur. Fyrri hálfleikur fer í handvelja ofan í hlustendur góðan slatta af glænýrri danstónlist úr ýmsum áttum sem á það sameiginlegt vera funheit. Þrenna kvöldsins er sömuleiðis glæný íslensk tónlist.

Í seinni hlutanum förum við svo aftur til aldamótana, fyrst tvær múmíur með lögum af PZ listanum 2001 og 2000. DJ kvöldsins er síðan Símon FKNHNDSM þar sem hann spilar eingöngu dansslagara frá árinu 2000.

Skemmtileg og partývæn blanda af nýmeti og nostalgíu í þætti kvöldsins.

Frumflutt

9. maí 2025

Aðgengilegt til

9. maí 2026
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,