Kiljan

17. des. 2025

Síðasta Kiljan fyrir jól er fjarskalega efnismikil. Ólafur Jóhann Ólafsson ræðir um skáldsögu sína Kvöldsónötuna. Eiríkur Jónsson læknir segir frá fyrstu bók sinni sem nefnist Andrými. Árni Helgason er einnig senda frá sér fyrstu bók sem nefnist Aftenging. Brynhildur Þórarinsdóttir hittir okkur í Verkó til tala um unglingasöguna Silfurgengið. Haukur Már Helgason segir frá bók sinni Staðreyndunum. Steinunn G. Helgadóttir er höfundur Síðustu daga skeljaskrímslisins - sendir frá sér bók eftir nokkurt hlé. Hallgrímur Helgason flytur kvæði úr ljóðasafninu Drungabrim í dauðum sjó. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sjá dagar koma eftir Einar Kárason, Allt frá hatti oní skó eftir Einar Guðmundsson og Kómetu eftir Aðalstein Emil Aðalsteinsson.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

17. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,