Kiljan

1. okt. 2025

Í Kilju vikunnar förum við norður í Svarfaðardal og hittum Þórarin Eldjárn á slóðum ættar sinnar. Þórarinn hefur nýverið sent frá sér tvö rit, ljóðabókina Jarðtengd norðurljós og Dreymt bert sem er safn örsagna. Soffía Bjarnadóttir ræðir um skáldævibókina Áður en ég brjálast sem hefur vakið mikla athygli. Skylduskil á prentmáli til bókasafna eru býsna mikilvægur þáttur í ritmenningu en stundum eru nokkur vanhöld á þeim - Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar leiðir okkur í allan sannleik um þetta efni. Páll Björnsson sagnfræðingur segir okkur frá bók sinni Dagur þjóðar en hún rekur sögu þjóðhátíðardagsins 17. júní og hvernig hann varð hefð meðal þjóðarinnar. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Þú sem ert á jörðu eftir Nínu Ólafsdóttur, Hefnd Diddu Morthens eftir Sigríði Pétursdóttur og Dauðann og stúlkuna eftir Guillaume Musso.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

1. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,