• 00:00:54Horfur í efnahagsmálum
  • 00:11:00Hærri raforkureikningur vegna veðurblíðu
  • 00:15:21Hið ósagða í Tjarnarbíói

Kastljós

Efnahagsmál, dýrt skammdegi raforkubænda og leikrit um samskipti

Við spáðum í efnahagshorfur næsta árs, bæði hér heima og á heimsvísu. Verður verðbólga áfram og er útlit fyrir áframhaldandi kólnun á húsnæðismarkaði? Við ræddum við Jón Bjarka Bentsson hagfræðing.

Þó svo Íslendingar hafi sloppið við hækkun á raforkuverði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur hópur raforkuneytenda hér á landi þurft taka á sig hærri raforkureikning af allt öðrum ástæðum - einmuna veðurblíðu. Það hljómar öfugsnúið og slóum við á þráðinn til Gunnars Þorgeirssonar grænmetisbónda sem jafnframt er formaður Bændasamtakanna.

Síðan lítum við á æfingu verksins Hið ósagða, sem fjallar um krump og bagalegheit í samskiptum fólks.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

6. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,