• 00:01:12Sala á hlut í Íslandsbanka
  • 00:13:38Misjafnar viðtökur flóttafólks
  • 00:20:43Björtustu vonir íslenskrar tónlistar

Kastljós

Sala á hlut í Íslandsbanka, flóttamannafordómar og bjartasta vonin

Sala á rúmlega tuttugu prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka fór í gærkvöldi virtist fara fram hjá mörgum, minnsta kosti ef marka viðbrögð fólks á samfélagsmiðlum í dag. Við ræðum við Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, um sölufyrirkomulagið.

Flóttafólki frá Úkraínu hefur verið mætt með hlýju og skilningi í nágrannalöndunum þar sem þrjár milljónir hafa leitað sér skjóls síðustu vikurnar. Hið sama átti ekki við í sumum austur-evrópulöndum um flóttamenn frá Sýrlandi sem voru víða langt því frá boðnir velkomnir. Við ræðum við Serena Parekh, sérfræðing í málefnum flóttamanna. Við fáum síðan kynnast tónlistarfólki sem hlotið hefur tilnefningu sem bjartasta vonin í íslenskri tónlist en tónlistarverðlaunin verða veitt í næstu viku.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

23. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,