Kveikur

Tölvuöryggi, fráveitumál, deila Hæstaréttardómara

Skuggaveran í hettupeysunni, óframfærni tölvunördinn, er vissulega til, en sjaldnast er það þessi hakkari sem veldur mesta óskundanum. Kveikur kafar í tölvuöryggismál í fyrsta hluta þáttarins og veltir því upp hvort hægt hakka hvað sem er.

Í öðrum hluta könnum við stöðu fráveitumála hér á landi. minnsta kosti fjórðungur skólps í landinu rennur óhindrað og óhreinsað beint út í ár, vötn og hafið umhverfis Ísland, þrátt fyrir yfir áratugur frá því almennilegri hreinsun átti vera komið á um land allt.

Í þriðja hluta greinum við frá því Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, viðurkennir hafa reynt hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar í máli náins vinar síns, máli sem hann hafði sjálfur sagt sig frá vegna vanhæfis.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

14. nóv. 2017

Aðgengilegt til

1. júní 2030
Kveikur

Kveikur

Vikulegur fréttaskýringaþáttur sem tekur á málum bæði innan lands og utan. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Sigríður Halldórsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson og Lára Ómarsdóttir. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Stefán Drengsson, Ingvar Haukur Guðmundsson og Freyr Arnarson. Vefritstjórn: Linda Björk Hávarðardóttir.

Þættir

,