• 00:01:16Færri með kulnun en telja sig vera
  • 00:09:35Lífslokameðferð og líknameðferð - hvað er hvað?
  • 00:19:15Matthildur í Perú

Kastljós

Lífslokameðferðir, kulnun reynist óalgengari, Matthildur fatahönnuður

rannsókn á kulnun á vegum VIRK sýnir einungis brot af þeim sem telja sig óvinnufær vegna kulnunar eru í raun með einkenni kulnunar samkvæmt nýuppfærðum skilgreiningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Hvers vegna lýsa mun fleiri einkennum kulnunar en reynast uppfylla skilyrði greiningar - þegar einkennin geta átt við geðraskanir á borð við þunglyndi eða kvíða? Gestir Kastljóss eru Guðrún Rakel Eiríksdóttir og Berglind Stefánsdóttir sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði.

Talsverð umræða hefur verið í samfélaginu um meðferð sjúklinga við lífslok í kjölfar frétta af lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir. En hvenær er lífslokameðferð beitt og við hvaða kringumstæður og hvað felst í henni? Við ræddum við Maríu Fjólu Harðardóttur, hjúkrunarfræðing pg framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs Hrafnistu, og Ólaf Helga Samúelsson, öldrunarlækni og framkvæmdastjóra lækninga hjá Eir hjúkrunarheimilum.

Matthildur Halldórsdóttir fatahönnuður býr í Lima í Perú, þar sem hún hannar föt úr perúskri alpaca-ull. Hönnun hennar er seld víða um heim, en þar sameinast japönsk, suðuramerísk og íslensk áhrif. Guðrún Sóley hitti Matthildi í stuttri Íslandsheimsókn.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

27. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,