
Framúrskarandi vinkona I
My Brilliant Friend
Ítölsk þáttaröð byggð á Napólí-sögum rithöfundarins Elenu Ferrante sem farið hafa sigurför um heiminn. Þegar Elena Greco fær símtal um að æskuvinkona hennar, Lila, hafi horfið sporlaust hefst hún handa við að rekja sögu flókinnar vináttu þeirra sem hefst í alþýðuhverfi í Napólí á sjötta áratugnum. Leikstjórn: Saverio Costanzo. Aðalhlutverk: Elisa del Genio, Ludovica Nasti, Margherita Mazzucco og Gaia Girace.