
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill alls ekki að dóttir sín spili brennibolta, en hún hlustar ekki á hann. Eddi verður að vernda hana eins vel og hann getur!
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Krakkarnir bjarga vinum sínum Lofti og Sjón úr svartholinu – eða hvað? Nýjar og dularfullar verur koma í þeirra stað! Nú þurfa krakkarnir að finna hið sanna Loft og hina sönnu Sjón, en leiðin er full af ævintýrum og gleymdum minningum.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Guðrún Karls Helgudóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson.
Jóhanna Vigdís og Siggi Gunnars færa áhorfendum uppskrift að jólum. Í þáttunum setja þau saman jólaveislu, velta fyrir sér jólalögum, hefðum og ýmsu fleiru. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
www.ruv.is/uppskriftadjolum
Í öðrum þætti kenndi Jóhanna Vigdís áhorfendum að gera ofnsteiktan hamborgarhrygg. Þá var einnig sýnt frá því hvernig á að brúna kartöflur og steikja rauðkál. Rósa Líf Darradóttir talaði um vegan-bakstur. Dísa Óskars kenndi áhorfendum að rista möndlur. Úlfar Finnbjörns gerði gómsætt brokkólísalat og Ragga Gröndal sá um tónlistina.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld förum við á hreindýraveiðar á Austurlandi og hittum líka hjón sem búa á Flateyri en vinna í Reykjavík, við förum í úlfatíma í Glerárkirkju á Akureyri og hittum svo Jón Víðis töframann.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Þegar Nói fær vettlingana sína aftur af gullblómaakrinum leynist dálítið óvænt inni í öðrum þeirra.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þura ákveður að koma Þorra á óvart með því að gefa honum bestu jólagjöf í heimi.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Úr Jólastundinni okkar 2017.
Hér keppa þau Hrafnhildur Kjartansdóttir og Kristófer Geir Hauksson á móti jólasveininum (Björgvin Franz Gíslason) sem er búinn að týna jólaskapinu sínu.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti heimsækjum við Jólasveinaskólann.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Þýsk leikin mynd í tveimur hlutum um ævi og feril leikskáldsins Bertolts Brechts. Myndin hefst árið 1956, á síðasta æviári Brechts, þar sem hann minnist liðins tíma. Leikstjóri: Heinrich Breloer. Aðalhlutverk: Burghart Klaußner, Tom Schilling og Adele Neuhauser. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Upptaka frá jólatónleikum í Norðurljósasal Hörpu 20. desember 2022. Tónlistarkonurnar Ellen Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Ragnheiður Gröndal flytja öll sín uppáhalds jólalög ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar. Hljómsveitina skipa Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Pétursson, Þorgrímur Jónsson og Magnús Trygvason Elíassen. Stjórn upptöku: Þór Freysson. Framleiðsla RÚV í samstarfi við söngkonurnar.