Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Riðuveiki var greind á bænum Kirkjuhóli í Skagafirði í síðustu viku. Greiningin er jafnan mikið áfall og ljóst að mikil vinna bíður bænda á staðnum. Við hittum Aron og Guðmundu á Kirkjuhóli.
Í dag eru tvö ár frá innrás Hamas samtakanna í Ísrael sem hleypti af stað blóðugu stríði. Vopnahlésviðræður hófust í gær en óljóst er hvert framhaldið verður. Kastljós ræðir við Magnús Þorkel Bernharðsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda um stöðuna.
Hin sígilda spurning um hvort selja skuli sálu sína fyrir auðæfi er velt upp í verkinu Sagan af dátanum sem Jenný Lára Arnórsdóttir leikstýrir í Hofi á Akureyri. Við litum á æfingu.
Þáttaröð frá árinu 2006 um íslenska einleikara sem allir hafa staðið framarlega í íslensku tónlistarlífi um lengri eða skemmri tíma. Umsjón: Jónas Sen. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Í þessum þætti er rætt við Eddu Erlendsdóttur píanóleikara.
Íslensk heimildarmynd um lesblindu. Sylvía Erla Melsted greindist seint lesblind því hún kom sér ung upp aðferðum til að fylla í eyðurnar sem hennar útgáfa af lesblindu skilur eftir í lesskilningi. Í myndinni segir hún sögu sína. Hún hittir sérfræðinga sem fara yfir hvernig hægt er að koma auga á, greina og meðhöndla lesblindu og spjallar við fólk sem lýsir sinni reynslu. Dagskrárgerð: Álfheiður Marta Kjartansdóttir. Framleiðandi: Sagafilm; Tinna Jóhannsdóttir.


Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
Ævintýri Tulipop er skemmtileg teiknimyndaþáttaröð um litríkan vinahóp sem býr á töfraeyjunni Tulipop.
Í þáttaröðinni er fylgst með vinunum Fredda, sveppa-systkinunum Búa og Gló, Maddý og ekki má gleyma Herra Barra sem er elstur og vitrastur allra á Tulipop. Þau eru öll afar ólík bæði hvað útlit og skapgerð varðar. Á Tulipop búa sterkar kvenpersónur og staðalímyndir fyrirfinnast ekki. Enginn er fullkominn, öllum verður einhvern tíma á í messunni en það sem mestu máli skiptir er kærleikurinn og vináttan. Í hverjum þætti lenda aðalpersónurnar í spennandi ævintýrum og eignast nýja vini.
Ævintýri Tulipop sækir innblástur sinn í íslenska náttúru, sem leikur stórt hlutverk í þáttaröðinni. Virðing fyrir náttúrunni er í fyrirrúmi og markmiðið er að miðla jákvæðum skilaboðum og gleði til barna á öllum aldri.
Hlutir byrja að hverfa á Tulipop á dularfullan hátt. Grunur beinist að Fredda þegar Gló, Búi og Maddý finna hlutina sína heima hjá honum. En annað kemur á daginn þegar vinirnir finna greni hinnar goðsagnarkenndu Múlahalasúlu.
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Hláturskrímslið er ólíkur öðrum skrímslum. Hann er jafn stór og risaháhýsi og virðist finnast flest allt bráðfyndið. Hann hlær svo hátt að jörðin hristist, hús hrynja og það heyrist í honum til næstu landa. En hann notar að minnsta kosti sólarvörn, það er eitthvað.

Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?

Þáttabrot úr Stundinni okkar 2018. Krakkar lesa fyrir okkur frumsamdar hryllingssögur.
Sara Hjördís Guðnadóttir Hansen las söguna sína Eitthvað óhreint
Rödd mömmunnar: Erla Hrund Halldórsdóttir
Sögurnar voru gefnar út í bókinni Eitthvað illt á leiðinni er.
Ritstjórn: Markús Már Efraím

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Týnda kynslóðin
Flytjandi: Bjartmar Guðlaugsson
Höfundur: Bjartmar Guðlaugsson
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Stólparnir tveir í íslenskri útgeislun, Egill Ólafsson og Diddú, hafa gert margt saman í gegnum tíðina en sjaldan hefur öðrum eins hæðum verið náð í stemningu og í lagi Egils, Það brennur, sem kom út á sólóplötu hans, Tifa tifa, árið 1991. Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lagið í allri sinni dýrð og við sögu koma íslenski hesturinn, gosbrunnar og sérsmíðaðar innréttingar. Leikstjórn: Allan Sigurðsson.

Vikinglottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju vikunnar fjöllum við um Lákarímur eftir Bjarka Karlsson. Þar leggur hann út af "skemmtilegu smábarnabókinni" um Láka í hefðbundnu íslensku rímnaformi. Jóhannes Jökull kveður rímur úr bókinni. Ragnar Jónasson kemur í þáttinn með nýja bók, draugasögu sem nefnist Emilía. Sunna Dís Másdóttir ræðir um ljóðabók sína Postulín. Svo eru það Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson en þar er rakin saga jeppabifreiða frá því Willys jepparnir komu til landsins í stríðinu og urðu fljótt hinir þörfustu þjónar, ekki síst til sveita. Í Bókum og stöðum förum við norður á Hólmavík þar sem kemur meðal annarra við sögu skáldið Stefán frá Hvítadal. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Kortabók skýjanna eftir David Mitchell, Þegar mamma mín dó eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur og Undrarútuna eftir Jakob Martin Strid.
Áströlsk þáttaröð byggð á samnefndri skáldsögu eftir Liane Moriarty. Sophie Honeywell erfir hús á lítilli eyju í grennd við Sydney. Nokkrum áratugum áður hvarf par á eyjunni og fljótlega eftir komuna þangað áttar Sophie sig á að hún er full af leyndardómum. Aðalhlutverk: Teresa Palmer, Miranda Richardson og Danielle Macdonald. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Finnsk heimildarþáttaröð frá 2024 um lítt þekkta atburði á norðurslóðum í kalda stríðinu, meðal annars tengda valdatafli stórveldanna, njósnum og kjarnorkutilraunum. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans. Aðalhlutverk: Lena Endre, Bianca Kronlöf, Alexander Karim, Johannes Kuhnke og Angunnguaq Larsen. Handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Jóhann Ævar Grímsson. Þættirnir eru að mestu teknir upp á Íslandi og eru samframleiðsluverkefni á milli Sagafilm og Yellowbird í Svíþjóð með stuðningi frá RÚV. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.