
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Garðabæjar og Norðurþings.
Lið Garðabæjar skipa Vilhjálmur Bjarnason lektor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Elías Karl Guðmundsson laganemi við Háskóla Íslands og Áslaug Högnadóttir efnafræðikennari við Fjölbrautarskólann í Garðabæ.
Lið Norðurþings skipa Þorgeir Tryggvason texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Hvíta húsinu, Þóra Hallgrímsdóttir sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík og Margrét Sverrisdóttir umsjónarmaður Stundarinnar okkar.

Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

50 ára, heit eða hundgömul? Danskir þættir um fólk sem um fimmtugt stendur á tímamótum í lífinu. Hvernig tökumst við á við það að farið er að síga á seinni hlutann í lífinu?
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þessum þætti förum við vítt og breitt um landið og skoðum myndefni frá stöðum sem nutu ekki alltaf mikillar athygli kvikmyndagerðarmanna. Við sögu koma ýmis farartæki, strandferðaskip, sjóflugvélar og kláfferjur.


Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist og njóta tónanna sem óma um Hljómbæ.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Fróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.
Heimildarþáttaröð um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, upphafsár þess og sögu, sigra og ósigra. Liðið er eitt þeirra fremstu í heiminum og stjörnur þess með þekktustu íþróttamönnum þjóðarinnar. En leið kvennalandsliðsins á þann stað sem það er á í dag var allt annað en greið.
Íslenskir heimildarþættir um ferðalög hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur. Kristján sem fór hringinn í kringum jörðina á mótorhjóli árið 2014 tekur aftur fram hjólið og í þetta sinn er Ásdís Rósa konan hans með í för.
Þau fóru árið 2018 þvert yfir Bandaríkin, um 18 ríki á fimm vikum og upplifðu stórkostlega náttúru, sögufræga staði og fjölbreytta flóru mannfólksins. Í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018 fóru þau svo til Moskvu.
Í tilefni af 40 ára brúðkaupsafmæli sínu fóru Kristján Gíslason og Ásdís Rósa Baldursdóttir þvert yfir Bandaríkin, um 18 fylki á fimm vikum. Á ferðalaginu upplifðu þau stórkostlega náttúru, sögufræga staði og fjölbreytta flóru mannfólksins. Á leiðinni tóku þau fjölda ljósmynda, myndbanda og héldu nákvæma dagbók.

Náttúrulífsþættir frá BBC um stórbrotna náttúru og dýralíf Skandinavíu.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Sannsöguleg sænsk leikin þáttaröð um þrjá unga menn sem deildu þeirri sýn að fólk ætti að hafa frjálsan aðgang að upplýsingum, tónlist, bókum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á netinu. Árið 2003 stofnuðu þeir niðurhalssíðuna The Pirate Bay sem varð fljótt ein sú stærsta í heiminum og gjörbylti internetinu. Aðalhlutverk: Simon Gregor Carlsson, Arvid Swedrup og Willjam Lempling. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2022 um bandarísku söngkonuna Robertu Flack. Fjallað er um feril hennar auk þess sem ýmsar stjörnur á borð við Clint Eastwood, Angelu Davis og Sean Lennon segja frá kynnum sínum af henni og þeim áhrifum sem hún hafði á þau. Flack var fyrst allra til að vinna Grammy-verðlaun fyrir smáskífu ársins tvö ár í röð: „The First Time Ever I Saw Your Face“ árið 1973 og „Killing Me Softly with His Song“ ári seinna, 1974. Leikstjóri: Antonino D'Ambrosio.

Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.