Útsendingar á langbylgju lagðar af

Útsendingar á langbylgju lagðar af

Öllum útvarpsútsendingum RÚV á langbylgju hefur verið hætt og öryggisútsendingar RÚV í útvarpi verða framvegis á Rás 2 um FM-dreifikerfið, sem hefur verið þétt mjög mikið á undanförnum árum. Langbylgjumastrið á Gufuskálum hefur verið tekið úr notkun. Hlutverk öryggisútsendinga í útvarpi er tryggja samband um allt land og á næstu miðum og hafa verið á langbylgjunni í áratugi. Á þeim tíma hefur margt breyst í tæknilegu umhverfi og ber þar hæst að fáir landsmenn eiga útvarp sem tekur við langbylgjusendingum og þannig útvarpstæki eru ekki í bílum lengur. Útsendingarkerfi langbylgjunnar, ekki síst mastrið á Gufuskálum, er komið á aldur og mikill kostnaður fylgir endurbyggingu og öðrum tæknilegum uppfærslum á þessu kerfi. Langbylgjumastrið á Gufuskálum er hæsta mannvirki á Íslandi, 412 metrar. Það var reist 1963 fyrir LORAN-C staðsetningarkerfi Breta og Bandaríkjamanna og tekið undir langbylgjusendi RÚV árið 1997. 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.