Þór Ægisson fréttamyndatökumaður lætur af störfum

Þór Ægisson fréttamyndatökumaður lætur af störfum

Þór Ægisson fréttamyndatökumaður lét af störfum eftir 36 ára farsælt starf hjá RÚV.  
Hann var iðulega á vettvangi að skrá söguna þegar mikið lá við. Fyrsta ferð Þórs á vegum RÚV var þegar hann fylgdi Vigdísi Finnbogadóttur forseta í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna. Hann var í Rúmeníu í kjölfar þess að Nicola Ceausuescu var steypt af stóli og einnig í Berlín þegar múrinn féll.  Þór var mættur til Bandaríkjana strax í kjölfar 11. sept. 2001 og fór til Tælands eftir flóðbylgjuna miklu á Indlandshafi jólin 2004.  Ótaldar eru þá allar fréttaferðirnar hér innanlands og nú síðast fyrir nokkrum dögum við upphaf eldgoss á Reykjanesskaga. RÚV kann Þór bestu þakkir fyrir samstarfið og hans mikilvæga framlag til miðlunar frétta og upplýsinga frá lykilatburðum hér heima og erlendis frá. 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.