Söfnunarþáttur UNICEF var sögulegur sjónvarpsviðburður

Söfnunarþáttur UNICEF var sögulegur sjónvarpsviðburður

Sögulegur viðburður varð í íslensku sjónvarpi þegar söfnunarog skemmtiþátturinn Búðu til pláss var samtímis í beinni útsendingu á RÚV, Sjónvarpi Símans og Stöð 2 í tilefni af 20 ára afmæli UNICEF á Íslandi. Þetta var í fyrsta sinn sem þessar þrjár sjónvarpsstöðvar sameinuðust um útsendingu Í þættinum var úrval skemmtiatriða, grín, dans og tónlist þar sem landsþekktir einstaklingar og velunnarar UNICEF lögðu sitt af mörkum í þágu málstaðarins. Meginmarkmið þáttarins var fjölga í hópi heimsforeldra UNICEF, mánaðarlegra styrktaraðila Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Sérstök áhersla var lögð á hörmungar barna á Gaza og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum til styðja við börn sem misst hafa allt sitt í stríði sem þau bera enga ábyrgð á.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.