
Uppstigning
Voskhozhdenie
Rússnesk kvikmynd frá 1977 í leikstjórn Larisu Shepitko. Tveir sovéskir hermenn halda í leiðangur í leit að mat handa sveltandi hersveit sinni. Verkefnið tekur bæði á líkama og sál þar sem þeir glíma við vetrarkuldann og þýska herinn. Aðalhlutverk: Boris Plotnikov, Vladimir Gostyukhin og Sergey Yakolev. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.