
Undir sandinum
Under sandet
Sannsögulegt danskt-þýskt drama frá 2015. Eftir síðari heimsstyrjöld þvingar danski herinn hóp þýskra stríðsfanga, sem vart eru komnir af barnsaldri, til að sinna því lífshættulega verkefni að fjarlægja jarðsprengjur og gera þær óvirkar. Piltarnir komast brátt að því að stríðinu er hvergi nærri lokið. Aðalhlutverk: Roland Møller, Louis Hofmann og Joel Basman. Leikstjóri: Martin Zandvliet. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.