
Tolkien
Ævisöguleg kvikmynd frá 2019 um breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien sem er þekktastur fyrir skáldsögurnar Hobbitann og Hringadróttinssögu. Í myndinni er fjallað um uppvaxtarár Tolkiens sem munaðarlauss drengs, skólagöngu hans og fyrstu ástina. Leikstjóri: Dome Karukoski. Aðalhlutverk: Nicholas Hoult, Lily Collins og Colm Meaney. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.