
Tískan endurhugsuð
Fashion Reimagined
Bresk heimildarmynd frá 2023 um fatahönnuðinn Amy Powney, eiganda tískumerkisins Mother of Pearl. Þegar hún vinnur verðlaun sem besti ungi fatahönnuður ársins hjá tískutímaritinu Vogue notar hún verðlaunaféð í að hanna sjálfbæra fatalínu og umturna fyrirtæki sínu. Fyrr en varir fylgir nær allur tískuheimurinn á eftir. Leikstjóri: Becky Hunter.