
Systurbræður
The Sisters Brothers
Bandarískur vestri frá 2018 með Joaquin Phoenix, John C. Reilly og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Bræðurnir Eli og Charlie Sisters eru alræmdir leigumorðingjar í villta vestrinu í Bandaríkjunum um miðja 19. öld sem eru ráðnir til að myrða gullgrafara. Það reynist þeim erfiðara en þeir bjuggust við. Leikstjóri: Jacques Audiard. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.