
Píanóleikarinn
The Pianist
Óskarsverðlaunamynd frá 2002 eftir Roman Polanski. Pólskur gyðingur og píanóleikari reynir að sleppa lifandi úr gettóinu í Varsjá í seinni heimsstyrjöldinni. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, m.a. fyrir besta leikstjóra og besta leik í aðalhlutverki. Leikarar: Adrien Brody, Thomas Kretschmann og Frank Finlay. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.